Helgin
Hæ,
Átti alveg prýðilega helgi. Náði að slappa vel af og njóta samverunnar með Matthíasi.
Föstudagurinn fór í góða þynnku og fínt að ég náði að vinna úr henni í vinnunni ;)
Ég sótti svo Matthías í leikskólann og við fórum á smá flakk. Komum svo heim og þar beið mín bakki með kótilettum, sem pabbi var svo elskulegur að gefa mér. Við grilluðum það og nutum okkar yfir Gosa. Kvöldið fór svo bara í að hanga á netinu og spjalla við vini og kunningja. Ég er ansi mikið í tölvunni og ætla að minnka það eitthvað.
Á laugardaginn fórum við í Kringluna og ég kíkti á föt og hljóp á eftir Matthíasi. Hann er ótrúlega stríðinn. Veit ekki hvaðan öll þessi stríðni kemur. Fengum okkur ís og það var alveg magnað hvað hann er fær að borða ís án þess að sulla á sig.
Eftir hádegið fórum við til Ellenar systur og það var ljúft. Ég fékk svo að geyma piltinn þar í smátíma á meðan ég skrapp aðeins á Laugaveginn. Sló þar persónulegt met í kaffidrykkju. Drakk 3 tvöfalda espresso á Café Bakvið (eða bakhús). Mæli með espressoinu þar. Svo fékk mér mér einn einfaldan espresso á 22. Verulega ljúft og lenti á góðu spjalli. Drakk sem sagt 7 espresso! Var í ansi flottum og vel vakandi málum eftir það.
Ég fékk svo alveg hrikalega gott pasta hjá Elleni og horfði smá á Live8. Ellen er snillingur í pastasósugerðinni. Magnað.
Um kvöldið sat ég bara í rólegheitum heima og horfði á meira af Live8 og þar stóð upp úr að Pink Floyd kom saman aftur og flutti smá brot af sínum meistaraverkum. Því miður endaði þetta Live8 á því að Paul McCartney kom aftur á svið. Fyrirgefið mér að ég segji þetta en stundum hugsa ég að kannski hafi nú rangur bítill farið fyrst.
Í gær fórum við bara snemma á fætur ég og Matthías og nutum sjónvarpssendingar Rúv á barnaefni. Páll póstur var þar fyrstur eða Palli eins og hann er kallaður heima hjá sér.
Svo skelltum við okkur í Laugardalslaugina og Matthías var í skýjunum. Naut sín en var samt pínu stressaður. Þarf að fara oftar með hann í sund.
Við kíktum svo á Stínu frænku í Garðabænum og ég tók Sólrúnu með. Þar fengum við ægilega fínar kökur og hittum líka Ingvar og Elínu foreldra Palla og svo Ylfu og Ernir. Úr þessu varð þetta fína samkvæmi á nýja borðinu með snúningsdisknum. Matthías greyjið var svo þreyttur að hann svaf megnið af tímanum á þessum fína Natuzzi sófa. Kann gott að meta drengurinn.
Svo var kvöldinu bara eytt í rólegheitum yfir sjónvarpi og svona þokkalega heppnuðum kvöldmat.
Góð helgi.
kv.
Arnar Thor
Átti alveg prýðilega helgi. Náði að slappa vel af og njóta samverunnar með Matthíasi.
Föstudagurinn fór í góða þynnku og fínt að ég náði að vinna úr henni í vinnunni ;)
Ég sótti svo Matthías í leikskólann og við fórum á smá flakk. Komum svo heim og þar beið mín bakki með kótilettum, sem pabbi var svo elskulegur að gefa mér. Við grilluðum það og nutum okkar yfir Gosa. Kvöldið fór svo bara í að hanga á netinu og spjalla við vini og kunningja. Ég er ansi mikið í tölvunni og ætla að minnka það eitthvað.
Á laugardaginn fórum við í Kringluna og ég kíkti á föt og hljóp á eftir Matthíasi. Hann er ótrúlega stríðinn. Veit ekki hvaðan öll þessi stríðni kemur. Fengum okkur ís og það var alveg magnað hvað hann er fær að borða ís án þess að sulla á sig.
Eftir hádegið fórum við til Ellenar systur og það var ljúft. Ég fékk svo að geyma piltinn þar í smátíma á meðan ég skrapp aðeins á Laugaveginn. Sló þar persónulegt met í kaffidrykkju. Drakk 3 tvöfalda espresso á Café Bakvið (eða bakhús). Mæli með espressoinu þar. Svo fékk mér mér einn einfaldan espresso á 22. Verulega ljúft og lenti á góðu spjalli. Drakk sem sagt 7 espresso! Var í ansi flottum og vel vakandi málum eftir það.
Ég fékk svo alveg hrikalega gott pasta hjá Elleni og horfði smá á Live8. Ellen er snillingur í pastasósugerðinni. Magnað.
Um kvöldið sat ég bara í rólegheitum heima og horfði á meira af Live8 og þar stóð upp úr að Pink Floyd kom saman aftur og flutti smá brot af sínum meistaraverkum. Því miður endaði þetta Live8 á því að Paul McCartney kom aftur á svið. Fyrirgefið mér að ég segji þetta en stundum hugsa ég að kannski hafi nú rangur bítill farið fyrst.
Í gær fórum við bara snemma á fætur ég og Matthías og nutum sjónvarpssendingar Rúv á barnaefni. Páll póstur var þar fyrstur eða Palli eins og hann er kallaður heima hjá sér.
Svo skelltum við okkur í Laugardalslaugina og Matthías var í skýjunum. Naut sín en var samt pínu stressaður. Þarf að fara oftar með hann í sund.
Við kíktum svo á Stínu frænku í Garðabænum og ég tók Sólrúnu með. Þar fengum við ægilega fínar kökur og hittum líka Ingvar og Elínu foreldra Palla og svo Ylfu og Ernir. Úr þessu varð þetta fína samkvæmi á nýja borðinu með snúningsdisknum. Matthías greyjið var svo þreyttur að hann svaf megnið af tímanum á þessum fína Natuzzi sófa. Kann gott að meta drengurinn.
Svo var kvöldinu bara eytt í rólegheitum yfir sjónvarpi og svona þokkalega heppnuðum kvöldmat.
Góð helgi.
kv.
Arnar Thor
Ummæli